Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. apríl 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pires: Arsenal mun kaupa Mbappe
Mbappe er eftirsóttur.
Mbappe er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að félagið muni kaupa hinn umtalaða og eftirsótta Kylian Mbappe frá Mónakó.

Mbappe hefur verið orðaður við stærstu lið Evrópu, en Mónakó vill fá 100 milljónir punda fyrir hann. Það hefur fælt nokkur lið frá.

En Pires segir að Mbappe sé á leið á Emirates, og að Arsene Wenger sé besti maðurinn í að hjálpa honum að þróa sinn leik.

„Ég held að Arsenal muni kaupa hann," sagði Pires, sem var í sex ár á leikmannaferli sínum hjá Lundúnarliðinu.

„Vandamálið er verðmiðinn. Mbappe hefur hæfileikana til að spila fyrir Arsenal og Arsene Wenger er rétti þjálfarinn fyrir hann."

„Mónakó og Arsenal eru mjög svipuð lið, þannig að þetta væri ekki mikil breyting fyrir hann," sagði Pires að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner