banner
   lau 29. apríl 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez sá eini hjá Arsenal sem kæmist í lið Tottenham
Sanchez fagnar hér marki.
Sanchez fagnar hér marki.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports telur að Alexis Sanchez sé eini leikmaður Arsenal sem kæmist í liðið hjá erkifjendunum í Tottenham.

Arsenal og Tottenham mætast í stórleik á morgun, en það er allt mikið undir þegar þess lið eigast við. Fyrir leikinn er Arsenal 14 stigum á eftir nágrönnum sínum, Tottenham er í öðru sæti í titilbaráttu á meðan Arsenal er í sjötta sætinu.

Merson, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, telur að sitt gamla lið muni ekki fá neitt út úr leiknum á morgun og segir að Sanchez sé eini leikmaður Arsenal sem myndi komast í liðið hjá Tottenham.

„Það myndi koma mér rosalega á óvart ef Tottenham myndi ekki vinna - og það kemur frá mér!" sagði Merson.

„Ég hef verið mjög hrifinn af Tottenham. Þeir eru með alvöru lið. Þeir eru með of gott lið fyrir Arsenal."

„Ég lít á liðin þegar ég er að meta þetta. Ég gæti fært rök fyrir því að setja Alexis Sanchez í liðið hjá Tottenham, en ég gæti ekki sett neinn annan leikmann Arsenal þar og það segir sitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner