lau 29. apríl 2017 22:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sean Dyche: Þetta hefur verið löng bið
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche stjóri Burnley var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu sinn fyrsta útisigur á tímabilinu í dag.

Þeir Ashley Barnes og Andre Gray sáu til þess að Burnley tók öll þrjú stigin á Selhurst Park þar sem þeir mættu Crystal Palace.

„Þetta hefur verið löng bið," sagði Dyche og bætti við „það er erfið áskorun að fara á útivöll í ensku úrvalsdeildinni, en einbeitingin og hugarfarið hjá leikmönnunum var framúrskarandi," sagði Dyche eftir leikinn í kvöld.

Sigurinn í kvöld var einnig fyrsti sigur Burnley á efstu deildarliði í Lundúnum síðan árið 1975, þá sigruðu þeir QPR 0-1.



Athugasemdir
banner
banner
banner