Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. apríl 2017 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Diego spilaði í tapi gegn toppliðinu.
Mynd: Getty Images
Levante 1 - 0 Real Oviedo
1-0 Sergio Postigo ('55 )

Diego Jóhannesson var allan tímann inn á vellinum þegar lið hans, Real Oviedo, beið ósigur gegn Levante á útivelli.

Diego, sem á íslenskan föður, hefur átt gott tímabil, en þó hefur hann verið mikið meiddur. Hann er kominn á fullt núna.

Hann var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn í dag sem endaði þvi miður með 1-0 tapi. Sigurmarkið kom eftir tíu mínútur í seinni hálfleik, á 55. mínútu. Það skoraði Sergio Postiga fyrir Levante.

Real Oviedo er í harðri baráttu um umspilssæti, en það verður spennandi að sjá hvort þeim tekst að landa því. Mikið jafnræði er með liðunum sem eru að berjast um þessi mikilvægu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner