lau 29. apríl 2017 06:00
Magnús Már Einarsson
Stefán Ómar og Tadas Jocys í Huginn á láni (Staðfest)
Stefán Ómar á ferðinni í leik með Huginsmönnum.
Stefán Ómar á ferðinni í leik með Huginsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Huginn hefur fengið framherjann Stefán Ómar Magnússon á láni frá ÍA fyrir átökin í 2. deildinni í sumar. Stefán Ómar er uppalinn á Seyðisfirði en hann samdi við ÍA síðastliðið haust.

Stefán Ómar vakti athygli í Inkasso-deildinni í fyrrasumar en hann skoraði fjögur mörk í 21 leik með Hugin. Stefán er fæddur árið 2000 en hann er því ennþá á yngsta ári í 2. flokki.

Hann spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki þegar Huginn sigraði 2. deildina árið 2015. Stefán skoraði þá einnig sitt fyrsta mark í meistaraflokki, þá 15 ára gamall.

Í fyrrahaust silaði Stefán sína fyrstu leiki með U17 ára landsliði Íslands gegn Þýskalandi.

Tadas Jocys er einnig kominn til Hugins frá Leiknis Fáskrúðsfirði. Tadas spilaði 14 leiki með Leikni í Inkasso-deildinni í fyrra en hann getur leikið í miðjunni og í vörninni.

Stefán og Tadas eru komnir með leikheimild fyrir leik Hugins gegn Sindra í Borgunarbikarnum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner