Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. apríl 2017 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnir í að Aron Jó færi sig um set í sumar
Aron hefur fengið lítið af tækifærum.
Aron hefur fengið lítið af tækifærum.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson mun að öllum líkindum yfirgefa Werder Bremen í sumar. Félagið mun gefa honum leyfi fyrir því.

Aron, sem er bandarískur landsliðsmaður, er aftarlega í goggunarröðinni hjá Bremen. Hann gekk í raðir liðsins árið 2015 og hafa árin tvö verið erfið fyrir hann.

Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki á þessu tímabili, fyrstu tvo leiki tímabilsins, en síðan þá hefur hann þurft að sætta sig við það að koma mikið inn á sem varamaður.

„Hann hefur ekki fengið spilatímann sem hann óskar eftir. Markmiðið hjá Aroni er að spila alltaf," sagði íþróttastjóri Bremen, Frank Baumann, við blaðamenn.

„Við þurfum að skoða stöðuna í sumar og sjá hvort að það sé vit í því fyrir okkur og fyrir hann að hann verði hér áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner