Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. apríl 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið líklega búið hjá Claudio Bravo
Erfitt tímabil Bravo að baki.
Erfitt tímabil Bravo að baki.
Mynd: Getty Images
Martraðartímabili Claudio Bravo, markvarðar Manchester City, er lokið, samkvæmt Goal.com. Bravo meiddist á kálfa gegn Manchester United á fimmtudag og hann mun ekki spila meira.

Hann þurfti að fara á velli á börum í seinni hálfleik í markalausu jafntefli City og United á Etihad-leikvanginum.

Eftir skoðanir í gær kom það í ljós að það væri lítil rifa í vinstri kálfanum sem mun halda honum frá keppni í þrjár vikur.

Ef satt reynist og ef allt mun ganga vel í endurhæfingu, þá mun Bravo snúa aftur til æfinga sttutu fyrir lokaleik City á tímabilinu. Ólíklegt er því að hann muni spila meira.

Frekari skoðanir verða gerðar á Bravo á næstu dögum, en City hugsar þannig að Bravo spili ekki meira á tímabilinu.

Bravo var fenginn fyrir tímabilið og átti að leysa Joe Hart af. Bravo var vægast sagt ótraustur og hefur verið mikið gagnrýndur.
Athugasemdir
banner
banner
banner