Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. apríl 2017 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Það ætti að banna veðmál í samfélaginu
Wenger hefur sterkar skoðanir.
Wenger hefur sterkar skoðanir.
Mynd: Getty Images
Eitt stærsta mál vikunnar í fótboltaheiminum var þegar Joey Barton var dæmdur í 18 mánaða bann frá fótbolta fyrir veðmál. Hann veðjaði á úrslit í fótbolta, en það er bannað í reglum enska knattspyrnusambandsins og því fékk Barton bann.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á blaðamannafundi, en þar sagði hann að það ætti að banna veðmál úr samfélaginu.

„Svona er samfélagið í dag," sagði Wenger. „Þú ert hvattur til þess að veðja, en þegar þú gerir það þá er þér refsað."

Wenger vill að veðmál verði bönnuð alfarið úr samfélaginu þar sem hann telur þau siðlaus.

„Það er siðlaust fyrir fólk sem vinnur eins og brjálæðingar, og fólk sem er í námi, að einhver sem geri ekki neitt og spili réttu tölunum vinni 100 milljónir punda. Hvernig er hægt að verja það?"
Athugasemdir
banner
banner