Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   mán 29. apríl 2024 20:46
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram skiptu stigunum á milli sín í kvöld þegar þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildar karla á N1 vellinum Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum svolítið 'sloppy' og töpuðum mikið af fyrsta og öðrum boltum. Vorum ekki alveg líkir sjálfum okkur." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við koma mjög vel út í seinni hálfleikinn og taka öll völd, skorum gott mark og sköpum nóg til þess að klára leikinn. Þú ert alltaf með opinn leik í stöðunni 1-0." 

„Frammarar sköpuðu ekki mikið í seinni hálfleik og þess vegna er þetta þeim mun meira svekkjandi að fá á sig þetta jöfnunarmark á 90. mín úr föstu leikatriði þar sem við eigum að geta varist betur og það er bara virkilega svekkjandi líka í ljósi þess að við erum núna búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér og það er bara dýrt."

Valsliðið hefur verið mikið gagnrýnt í upphafi móts en Arnar Grétarsson vildi þó lítið tjá sig um hana. 

„Menn mega tjá sig. Það eru allir með skoðanir í fótbolta og ef þú ert í fótbolta þá verður þú að þola það. Það hafa allir skoðanir á því hvernig menn eru að spila og hvernig menn eiga að bregðast við og svo framvegis og það er bara partur af þessu. Ég er ekkert að tjá mig um það og hef ekkert um það að segja." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
7.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
8.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner