,,Það voru náttúrulega vonbrigði að tapa leiknum," sagði Þorsteinn Gunnarsson þjálfari Þrótts Vogum eftir leik sinna manna gegn Magna í kvöld í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
,,Við lágum aftarlega og reyndum að sækja hratt á þá, það var planið. Við duttum mögulega aðeins og aftarlega og fengum tvö ódýr mörk á okkur. Í seinni hálfleik fórum við í annan gír og vorum allt annað lið í raun og veru og hefðum átt að fá meira úr honum. Heilt yfir var þetta þó sanngjarn sigur þeirra. Frammistaðan og vinnuframlag míns liðs gefur samt mjög góð fyrirheit fyrir sumarið."
,,Sumarið hefur farið vel af stað hjá okkur, búnir að vinna báða leikina. Það er ekkert launungar mál að við ætlum okkur stóra hluti og markmiðið er að fara upp í þriðju deild. Þetta er aðeins fimmta árið sem Þróttur tekur þátt í deildarkeppni, mikil uppbygging í gangi og aðstaðan til fyrirmyndar."
,,Mannskapurinn kemur víða af. Bæði víða af Suðurnesjunum og Reykjavík og metnaður hjá strákunum er slíkur að einn af leikmönnum okkar sem er í námi í Danmörku kom sérferð heim til að taka þátt í þessum fyrstu leikjum tímabilsins."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir