Liverpool kannaði Osimhen - De Bruyne ræddi ekki við neinn - Robinson er orðaður við Man Utd
Þorsteinn Aron: Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í meira en ár
Ómar Ingi: Augnablik sem við áttum mjög erfitt með í fyrra
Rúnar Kristins ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tap
Sölvi: Var bara einhver tilfinning
Tufa: Á ekkert að gerast með svona reynslumikið lið
Danijel Djuric ekki valinn í u21: Þetta var mitt svar
Jón Þór fékk rautt spjald: Það virtist enginn vita það
Skoraði fullkomna þrennu: Er alltaf mættur inn í teig
Óskar Hrafn: Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum
Kristófer vill fleiri mínútur: Meðbyr með liðinu og við ætlum okkur titilinn
Guðmundur Baldvin: Mér fannst dómarinn leyfa þeim aðeins of mikið
Heimir Guðjóns: Eru það þá ekki bara sérfræðingarnir sem meta það?
Dóri Árna sáttur með tvö bónusstig: Þeir báðu um víti svona 28 sinnum
Jökull: Gott að sjá menn takast á
Haddi: Nokkuð augljóst ef þjálfari þeirra segir að það sé víti
Viðar pirraður á dómaranum: Á ekki að þurfa að velta mér í þrjá hringi
Siggi Höskulds: Bæði verra að vera með og á móti vindi
Fullur fókus á umspilssæti hjá nýliðunum - „Stundum áttu ákveðin 'bogey' lið"
Aron Einar um ummæli Hareide: Hefði mátt orða þetta öðruvísi
Dragan: Sagan okkar í sumar
   mið 29. maí 2013 23:04
Jóhann Óli Eiðsson
Steini Gunn: Duttum aðeins of aftarlega
Mynd: Þróttur Vogum
,,Það voru náttúrulega vonbrigði að tapa leiknum," sagði Þorsteinn Gunnarsson þjálfari Þrótts Vogum eftir leik sinna manna gegn Magna í kvöld í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

,,Við lágum aftarlega og reyndum að sækja hratt á þá, það var planið. Við duttum mögulega aðeins og aftarlega og fengum tvö ódýr mörk á okkur. Í seinni hálfleik fórum við í annan gír og vorum allt annað lið í raun og veru og hefðum átt að fá meira úr honum. Heilt yfir var þetta þó sanngjarn sigur þeirra. Frammistaðan og vinnuframlag míns liðs gefur samt mjög góð fyrirheit fyrir sumarið."

,,Sumarið hefur farið vel af stað hjá okkur, búnir að vinna báða leikina. Það er ekkert launungar mál að við ætlum okkur stóra hluti og markmiðið er að fara upp í þriðju deild. Þetta er aðeins fimmta árið sem Þróttur tekur þátt í deildarkeppni, mikil uppbygging í gangi og aðstaðan til fyrirmyndar."

,,Mannskapurinn kemur víða af. Bæði víða af Suðurnesjunum og Reykjavík og metnaður hjá strákunum er slíkur að einn af leikmönnum okkar sem er í námi í Danmörku kom sérferð heim til að taka þátt í þessum fyrstu leikjum tímabilsins."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner