Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
banner
   mið 29. maí 2013 23:04
Jóhann Óli Eiðsson
Steini Gunn: Duttum aðeins of aftarlega
Mynd: Þróttur Vogum
,,Það voru náttúrulega vonbrigði að tapa leiknum," sagði Þorsteinn Gunnarsson þjálfari Þrótts Vogum eftir leik sinna manna gegn Magna í kvöld í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

,,Við lágum aftarlega og reyndum að sækja hratt á þá, það var planið. Við duttum mögulega aðeins og aftarlega og fengum tvö ódýr mörk á okkur. Í seinni hálfleik fórum við í annan gír og vorum allt annað lið í raun og veru og hefðum átt að fá meira úr honum. Heilt yfir var þetta þó sanngjarn sigur þeirra. Frammistaðan og vinnuframlag míns liðs gefur samt mjög góð fyrirheit fyrir sumarið."

,,Sumarið hefur farið vel af stað hjá okkur, búnir að vinna báða leikina. Það er ekkert launungar mál að við ætlum okkur stóra hluti og markmiðið er að fara upp í þriðju deild. Þetta er aðeins fimmta árið sem Þróttur tekur þátt í deildarkeppni, mikil uppbygging í gangi og aðstaðan til fyrirmyndar."

,,Mannskapurinn kemur víða af. Bæði víða af Suðurnesjunum og Reykjavík og metnaður hjá strákunum er slíkur að einn af leikmönnum okkar sem er í námi í Danmörku kom sérferð heim til að taka þátt í þessum fyrstu leikjum tímabilsins."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner