Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 31. maí 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Árni Vill spáir í leiki sjöttu umferðar
Árni Vill. leikmaður Lilleström spáir í Pepsi-deildina.
Árni Vill. leikmaður Lilleström spáir í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggir Gunnar Þorsteinsson ÍBV sigurinn á sunnudaginn?
Tryggir Gunnar Þorsteinsson ÍBV sigurinn á sunnudaginn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla verður öll leikinn á sunnudagskvöldið. Fjórir leikir hefjast klukkan 19:15 og sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport verður viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar, einu taplausu liðanna í Pepsi-deildinni í ár.

Árni Vilhjálmsson, leikmaður Lilleström í Noregi spáir fyrir um leikina í umferðinni.

ÍBV 1 - 0 Víkingur R. (á sunnudag 17:00)
Fyrsti Sigur Eyjamanna í ár kemur í þessar umferð. Halda hreinu og ætli Gunni Þorsteins poti ekki bara inn markinu fyrir heimamenn og þetta endar 1-0.

KR 3 - 1 Keflavík (á sunnudag 19:15)
Stórveldið á þennan leik, þeir eru með alvöru battlefield þarna í vesturbænum. Fá lið í deildinni sem eiga séns í KR í vesturbænum ef þeir spila upp á sitt besta.

FH 2 - 0 Leiknir (á sunnudag 19:15)
Ég er svo bullandi mikill áhugamaður um ástríðu og þessvegna elska ég að horfa á Leiknismenn spila. Því miður eru FH á heimavelli of stór biti fyrir ástríðuna og held eg að Atli Viðars og Lennon hendi í sitthvort markið.

Fylkir 2 - 2 Valur (á sunnudag 19:15)
Það er smá jafnteflislykt af þessum leik. Þetta endar 1-1 eða 2-2. Siggi Lár er heitur innan vallar í ár, hann er liklegur að skora fyrir Valsmenn, svo er Ragnar Bragi og Albert búnir að standa sig vel i sumar þannig þeir eiga eftir að valda miklum usla fyrir Valsmenn!

Fjölnir 1 - 0 ÍA (á sunnudag 19:15)
Fjölnismenn eru búnir að búa til eitthvað vígji þarna fyrir framan vörnina hjá sér. Virðast fá lið ná að skora framhjá þeim. Þeir halda hreinu og taka þetta solid 1-0.

Breiðablik 3 - 0 Stjarnan (á sunnudag 20:00)
Óli Kalli er víst búinn að gera þennan fotboltaleik að eitthverju meira en bara leik. Þetta verður stríð. Verst að hann tók skónna hjá Gulla Gull. Það er 100% að Gulli er ekki að fara að fá á sig mark í þessum leik, hann svarar þannig fyrir sig. Það verður eitthver svakaleg stemning í Kópavoginum á þessum leik. Blikarnir taka þennan leik liklega 2-0 jafnvel 3-0. Þetta verður samt stríðsleikur fram að 90 min plús. Verður vonbrígði ef það verða ekki nokkur spjöld í þessum leik!

Fyrri spámenn:
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner