Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 29. maí 2015 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Þorri Geir Rúnarsson leikmaður Stjörnunnar.
Þorri Geir Rúnarsson leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Geir Rúnarsson, leikmaður Stjörnunnar sýnir á sér hina hliðina í dag.

Þorri Geir er uppalinn í Garðabænum og lék sinn fyrsta leik í efstu deild með Stjörnunni sumarið 2013. Í fyrra kom hann heldur betur sterkur inn í Stjörnuliðið eftir að Præst sleit krossband og var stórþáttur í því að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptu í sögu félagsins.

Hann hefur byrjað Pepsi-deildina vel í ár og er fastamaður í sterku liði Stjörnunnar.


Fullt nafn: Þorri Geir Rúnarsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Jóhann Laxdal hefur hreina unun af því að kalla mig Kolvetniskútinn, veit ekki alveg með það..

Aldur: Nýorðinn tvítugur

Giftur/sambúð: Negatívt

Börn: Ekki enn

Kvöldmatur í gær: Tandoori kjúkingur með nan-brauði

Uppáhalds matsölustaður: Energia

Hvernig bíl áttu: Engan í augnablikinu, en ég krúsa um á Toyota Avensis.

Besti sjónvarpsþáttur: Vikings er í miklu uppáhaldi hjá mér og víkingnum í Stjörnuliðinu, D.LAX

Uppáhalds hljómsveit: Mugison

Uppáhalds skemmtistaður: Bankastræti 5, væri að ljúga ef ég segði annað

Frægasti vinur þinn á Facebook: Siggi dúlls

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Max 7 min yfir 12.“ - Frikki sjúkraþjálfari.

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Nei, vinur minn Atli Freyr Ottesen

sér um dýfurnar í Stjörnuliðinu.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kovacic sló aðeins á sjálfstraustið hjá manni. Er enn með martraðir eftir þann djöful.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Árni Vilhjálmsson, alveg klárlega, hins vegar er gott að hafa hann með sér í liði, þá kvartar maður ekki.

Sætasti sigurinn: Það eru þrír leikir sem koma upp í hugann, fyrsti Íslandsmeistaratitillinn, í 3. flokki eftir úrslitaleik gegn Blikum, þar sem einn besti vinur minn, Hjálmtýr Alfreðsson, kom inn á seint í leiknum, skoraði sigurmarkið, fékk svo rautt spjald stuttu síðar og endaði ferilinn þannig. Svo er það sigurinn gegn Poznan úti sem fleytti okkur áfram í 4. umferð. Ekki er hægt að sleppa úrslitaleiknum gegn FH á síðasta tímabili, hann var hreint út sagt magnaður og nánast ótoppanlegur.

Mestu vonbrigðin: Slæm álagsmeiðsli á fyrsta ári í 2. flokki sem kostaði mig heilt tímabil.

Uppáhalds lið í enska: Er ekkert sérstaklega hrifinn af enska en þar er Arsenal mitt lið og hefur verið frá því ég var smápolli. Annars held ég mest upp á vini mína í Barcelona.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Atla Guðna.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Byggja stærri þjóðarleikvang. Kv. einn sem fékk ekki miða á Ísland - Tékkland.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Hjörtur Hermannsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Sigurður Egill Lárusson

Fallegasta knattspyrnukonan: Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jón Arnar Barðdal.

Uppáhalds staður á Íslandi: Lazy boy sófastóllinn heima hjá afa og ömmu, þar sem iðulega er horft á knattspyrnu, er nokkuð huggulegur staður.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að hita upp á San Siro ásamt Heiðari Ægissyni og vorum við úti við hliðarlínu eins og gengur og gerist á svona völlum. Eitt augnablik gleymi ég mér við það að horfa á leikinn, en þá heyri ég einhvern koma á harða spretti fyrir aftan mig, pæli lítið sem ekkert í því, því þarna voru menn úr báðum liðum að hita upp. Nema hvað, línuvörðurinn kemur á fljúgandi siglingu beint á mig þannig við steypumst báðir í jörðina. „What the fuck are you doing? You are supposed to warm up over there, you fu**ing idiot!" hreytti hann í mig. Mjög skemmtileg vatnsgusa í andlitið svona rétt áður en maður kom inn á!

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16 ára.

Besta við að æfa fótbolta: Útrásin, að sigra og að yfirspila hitt liðið.

Hvenær vaknarðu á daginn: Um þessar mundir er ég að vakna um 9 leytið.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Voðalega lítið, fylgist samt alltaf með félögum mínum í körfunni og handboltanum.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Borgaði mig síðast inn á Ísland-Tyrkland minnir mig!

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Predator eins og er, sakna samt Copa Mundial.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Lífefnafræði og spænsku sökum slóðaskapar.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var úti á Stjörnuvelli að þjálfa 9 til 10 ára gutta. Þá kemur bolti rúllandi í áttina að mér og ég ákveð að þruma honum yfir völlinn í átt að öðrum þjálfara. Ætli ég hafi ekki smellhitt boltann svona, en á sama tíma tekur einn 9 ára snögga stefnubreytingu þannig að boltinn syngur svona í andlitinu á honum. Til gamans má geta að þetta var sérstök æfing þar sem foreldrar áttu að mæta. Eitt versta augnablik lífs míns.

Skilaboð til Lars og Heimis: Ef þið viljið alvöru gæði á æfingum hjá

ykkur setjið þá Dúlluna í vinstri kantvörðinn, heimsklassa vinstri fótur, eða það sagði Zanetti allavega!

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Á það til að öskra upp úr svefni, eða svo er mér sagt!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner