Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. maí 2015 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Hoek: De Gea getur orðið einn besti markvörður í sögu Man Utd
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
David De Gea getur komist á sama stall og fyrrum markverðir félagsins Peter Schmeichel og Edwin Van Der Sar. Þetta segir markmannsþjálfari Man Utd, Frans Hoek.

De Gea kom til Man Utd frá Atlético Madrid árið 2011 og var besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

„Hann sýndi það á þessu tímabili, að hann er fær um að gera alla þætti leiksins vel, hvort sem það er í uppbyggingu á leiknum eða í varnarleiknum,“ sagði Hoek.

„Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að hann komist í hóp með Schmeichel og Van Der Sar, sem þeim bestu hjá Manchester United.“

De Gea á ár eftir af samningi sínum hjá United og hafa miklar vangaveltur verið um framtíð hans, en Real Madrid mun hafa áhuga á honum.




Athugasemdir
banner
banner
banner