Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 29. maí 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Ítalía um helgina - Lokaumferðin fer fram
Juventus eru ítalskir meistarar fjórða árið í röð.
Juventus eru ítalskir meistarar fjórða árið í röð.
Mynd: Getty Images
Emi Hallfreðsson og liðsfélagi hans Luca Toni. Sá síðarnefndi stefnir á að hirða gullskóinn.
Emi Hallfreðsson og liðsfélagi hans Luca Toni. Sá síðarnefndi stefnir á að hirða gullskóinn.
Mynd: Getty Images
Lokaumferðin í ítalska boltanum fer fram um helgina þar sem tvö sæti í Evrópukeppnum eru enn óráðin.

Meistarar Juventus fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð líkt og Roma. Þriðja sætið er hinsvegar undir fyrir Lazio og Napoli sem mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið endar í þriðja sæti, sem veitir þáttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Lazio er þremur stigum á undan Napoli fyrir leikinn og með mun betri markatölu. Sigri Napoli stendur liðið hinsvegar betur í innbyrðis viðureignum og hefur því sætaskipti við Lazio.

Þá gæti Genoa hirt 5. sætið af Fiorentina með hagstæðum úrslitum og fengið sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Þá eru Parma, Cesena og Cagliari þegar fallin fyrir helgina, en sjá má leikjaplanið hér að neðan.

Laugardagur:
18:45 Atalanta - Milan

Sunnudagur:
16:00 Cagliari - Udinese
18:45 Fiorentina - Chievo
18:45 Inter - Empoli
18:45 Napoli - Lazio
18:45 Roma - Palermo
18:45 Sampdoria - Parma
18:45 Sassuolo - Genoa
18:45 Torino - Cesena
18:45 Verona - Juventus

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner