Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. maí 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Klopp til í að taka við Liverpool
Powerade
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Carlos Bacca.
Carlos Bacca.
Mynd: EPA
Ensku slúðurblöðin halda áfram að vera í stuði.



Jurgen Klopp er tilbúinn að hætta við að taka frí frá þjálfun í hálft ár til að taka við Liverpool í sumar. (Sun)

Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, segir að félagið geti ekkert gert ef að Liverpool kemur með tilboð í Christian Benteke upp á 32 milljónir punda þar sem leikmaðurinn er með klásúlu um að mega fara fyrir þá upphæð. (Times)

Liverpool ætlar að gera aðra tilraun til að krækja í Nathaniel Clyne hægri bakvörð Southampton eftir að níu milljóna punda tilboði var hafnað. (Daily Express)

Liverpool ætlar ekki að reyna að fá markvörðinn Norberto Neto frá Fiorentina. (Liverpool Echo)

Arsenal er að kaupa framherjann Jackson Martinez frá Porto á 24,7 milljónir punda. (Daily Express)

Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Carlos Bacca hjá Sevilla en þessi 28 ára gamli framherji kostar 21,3 milljón punda. (Metro)

Manchester City ætlar að bjóða James Milner að fá 165 þúsund pund í vikulaun til að halda honum. Milner er að verða samningslaus en Liverpool og Arsenal hafa áhuga á honum. (Manchester Evening News)

Edin Dzeko, framherji Manchester City er á óskalista Roma. (Daily Mirror)

Sam Allardyce vill ekki taka við Sunderland þar sem hann vill taka sér frí frá þjálfun. (Daily Telegraph)

David Moyes, þjálfari Real Sociedad, hefur einnig hafnað Sunderland. (Daily Mail)

Arsenal er að íhuga 15 milljóna punda tilboð í Fernando Muslera markvörð Galatasaray. (Talksport)

Danny Ings, framherji Burnley, ætlar að velja á milli Liverpool og Tottenham í sumar. (Daily Telegraph)

Southampton er í viðræðum við Lille um kaup á Idrissa Gueye en þessi 25 ára gamli miðjumaður kostar um sjö milljónir punda. (Daily Mirror)

Carlton Cole er að ganga frá samningi við QPR en hann yfirgaf herbúðir West Ham í gær. (Sun)

Everton vill fá Moussa Dembele framherja Fulham. Dembele er 18 ára en hann er nafni Moussa Dembele leikmanns Tottenham. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner