Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. maí 2015 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Leikmenn sýna Vertu næs átaki Rauða krossins stuðning
Bolurinn sem um ræðir.
Bolurinn sem um ræðir.
Mynd: Rauði krossinn
KSÍ, Pepsí og Borgun, ásamt leikmönnum í Pepsi-deild karla og dómurum, leggja verkefninu Vertu næs stuðning. Leikmenn og dómarar ganga inn á leikvöll allra leikja 6. umferðar í deildinni sem fram fer sunnudaginn 31. maí í bolum merktum Vertu næs átaki Rauða krossins.

Rauði krossinn á Íslandi hvetur fólk til þess að koma fram við hvert annað af virðingu, saman hvaðan það er upprunnið, af hvaða litarafti það er eða hvaða trú það aðhyllist. Mismunun er staðreynd í íslensku samfélagi og því miður eiga ekki allir jafna möguleika.

Rauði krossinn ákvað því að vekja athygli á málefninu og hefur hrint af stað nýrri herferð sem gengur undir nafninu Vertu næs.

Átakið fer hönd-í-hönd við átak Borgunar og KSÍ – Virðing fyrir leiknum – og knattspyrnuhreyfingarinnar í heild sinni.

10% þjóðarinnar er af erlendum uppruna. Allir eiga að búa við sömu réttindi. Þess vegna segir Rauði krossinn VERTU NÆS!

Leikirnir í 6. umferðinni
ÍBV - Víkingur R. (sunnudag 17:00)
FH - Leiknir (sunnudag 19:15)
KR - Keflavík (sunnudag 19:15)
Fylkir - Valur (sunnudag 19:15)
Fjölnir - ÍA (sunnudag 19:15)
Breiðablik - Stjarnan (sunnudag 20:00)

Athugasemdir
banner
banner