Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 29. maí 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Viltu vera með á skemmtilegu en öðruvísi námskeiði?
Mynd: Getty Images
Viltu vera með á skemmtilegu en öðruvísi knattspyrnunámskeiði helgina 20.-21.júní. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarssvæðinu en stendur krökkum allstaðar af landinu til boða.

Hvert einasta íslenskt lið getur haft sinn fulltrúa á námskeiðnu hjá Ask-Luka og fótbolti.net með því að giska á rétt úrslit.

Ef þú ert á aldrinum 11-16 ára og ef þú giskar á rétt úrslit í fyrsta leik júní máðarins hjá meistaraflokk Íslandsmótsins hjá þínu félagi (nóg að spá fyrir um: sigur, jafntefli eða tap - markatala skiptir ekki máli), þá getur þú verið einn af þeim heppnu einstaklingum sem verður boðið á knattspyrnunámskeið.

Námskeiðið er hugsað fyrir stráka og stelpur í 3, 4 og 5.flokki, hópum verður skipt upp eftir aldri.

Fræðsla, skemmtilegar æfingar, gestaþjálfarar og skemmtiatriði báða dagana, tryggja það að allir muni fara glaðir heim og með dýrmæta knattspyrnufræðslu í fararteskinu.

Giskaðu á rétt úrslit á Facebook síðu Ask Luka Training: https://www.facebook.com/ask.luka.training?fref=ts.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner