Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 29. maí 2016 17:08
Arnar Geir Halldórsson
Danmörk: Hallgrímur og félagar unnu
Hallgrímur Jónasson í baráttunni
Hallgrímur Jónasson í baráttunni
Mynd: Getty Images
Lokaumferðin í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í dag en lítil spenna var fyrir leiki dagsins, jafnt á toppi sem botni.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir OB þegar liðið vann 3-2 sigur á AaB en landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Jónsson fékk að hvíla og var ekki í leikmannahópnum.

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði AGF sem heimsótti meistaralið FC Kaupmannahöfn og lék Elmar fyrsta klukkutímann í 2-1 tapi en staðan var markalaus þegar Elmar fór af velli.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Esbjerg þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Randers en Ólafur Kristjánsson var ráðinn stjóri síðarnefnda liðsins á dögunum. Hann stýrði þó ekki liðinu í dag.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Nordsjælland þegar liðið heimsótti Midtjylland og þurfti Rúnar Alex fjórum sinnum að ná í boltann í netið þar sem Nordsjælland tapaði 4-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner