Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. maí 2016 13:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Fer Oxlade-Chamberlain til Liverpool?
Powerade
Oxlade-Chamberlain
Oxlade-Chamberlain
Mynd: Getty Images
Hvað er betra en slúður á sunnudegi? Ansi fátt, svo gjörið þið svo vel.

Louis van Gaal fannst hann vera stunginn í bakið af Jose Mourinho en sá síðarnefndi tók við af Hollendingnum hjá Manchester United. (Sun on Sunday)

Talið er að Mourinho hafi sagt forráðamönnum Manchester United að John Stones ætti að vera fyrsti leikmaðurinn sem liðið kaupir síðan Portúgalinn var ráðinn. (Sunday Express)

Barcelona hefur hins vegar líka áhuga á miðverðinum og talið er að þeir bjóði 25 milljónir punda í leikmanninn. (Mail on Sunday)

Antonio Conte, nýji þjálfari Chelsea, ætlar sér að kaupa Paul Pogba en talið er að hann hafi haft samband við umboðsmenn hans. (Sun on Sunday)

Pep Guardiola ætlar sér að fá Toni Kroos til Manchester City frá Real Madrid. (Daily Star Sunday)

PSG ætlar að kaupa Romelu Lukaku til að koma í stað Zlatan Ibrahimovich. (Sunday Express)

Everton er spennt fyrir því að ráða fyrrum þjálfara Manchester City, Manuel Pellegrini sem næsta þjálfara liðsins. (Mail on Sunday)

Leicester og Liverpool er meðal liða sem hafa skoðað Alex Oxlade-Chamberlain. (Sunday Express)

Swansea vill kaupa Wilfriend Bony aftur til liðsins en hann fór til Mancester City frá liðinu frá Wales. (Sunday Mirror)

Athugasemdir
banner
banner
banner