Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 29. maí 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum sóknarmaður Atletico að taka við Reading?
Pantic hér í leik með Atletico um árið
Pantic hér í leik með Atletico um árið
Mynd: Getty Images
Reading er búið að tala við Milinko Pantic, fyrrum sóknarmann Atletico Madrid, um að taka við sem stjóri liðsins.

Hinn 49 ára gamli Serbi var í Lundúnum í síðustu viku og ræddi þá við forráðarmenn félagsins um stjórastarfið.

Pantic, sem þjálfaði síðast lið í Aserbaídsjan, var í lið Atletico sem vann tvennuna á Spáni árið 1996.

Brian McDermott var rekinn frá Reading á föstudaginn, en Jaap Stam, fyrrum leikmaður Man. Utd, er sagður efstur óskalista félagsins.

Stam sem er 43 ára gamall hætti nýverið sem aðstoðarstjóri varaliðs Ajax í Hollandi.

Hann er nú sagður efstur á óskalista Reading ásamt Pantic, en Reading endaði í 17. sæti í Championship deildinni á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner