„Ég er mjög sáttur í dag. Mér fannst við sýna gæði. Eftir erfiðan 120 mínútna leik í vikunni sýndum við gæði, breidd og flottan fótbolta," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga eftir 3-0 sigur á HK í dag.
Lestu um leikinn: HK 0 - 3 Selfoss
„Við ætluðum að verjast vel á ákveðum stöðum á vellinum og sækja svo hratt á þá. Það heppnaðist mjög vel."
„Það var ekki erfitt að mótivera mannskapinn en við þurftum að ná öllum niður á jörðina eftir leikinn gegn KR. Við tókum gott spjall og viljum ná í stig. Við þurftum á þessum þremur stigum að halda. Ég er sáttur við stigin sem við erum komnir með en hefði viljað hafa aðeins fleiri."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir