Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. maí 2017 22:22
Magnús Valur Böðvarsson
Heimild: Úrslit.net 
4.deild: Léttir með gríðarsterkan útisigur - Jafnt á Flúðum
Léttismenn skelltu Ými og komust á toppinn með 6 stig
Léttismenn skelltu Ými og komust á toppinn með 6 stig
Mynd: Léttir
Tveir leikir fóru fram í 4.deild karla í kvöld. Báðir leikir voru í C riðli en þar sigruðu Léttismenn heimamenn í Ými 1-3 og á Flúðum gerðu Hrunamenn og Úlfarnir 1-1 jafntefli.

C - riðill
Í leikjunum tveim sem fóru fram í kvöld áttust annarsvegar við tvö lið sem unnu sína fyrstu leiki gegn tveim liðum sem töpuðu í fyrstu umferð og mátti því búast við skemmtilegum leikjum. Léttismönnum var einungis spáð 5.sæti C riðils af spámönnum fótbolta.net gerðu sér lítið fyrir og unnu Ými sem spáð er 2.sæti 1-3 á gervigrasinu fyrir utan kórinn. Léttismenn skelltu sér á toppinn en búast má við gríðarlega skemmtilegum riðli.

Ýmir 1 - 3 Léttir
0-1 Markaskorara vantar (49') sendist á [email protected]
1-1 Markaskorara vantar (63') sendist á [email protected]
1-2 Markaskorara vantar (71') sendist á [email protected]
1-3 Markaskorara vantar (89') sendist á [email protected]

Hinn leikurinn var sögulegur þar sem Hrunamenn voru að spila sinn fyrsta leik frá upphafi í meistaraflokki karla á Flúðum. Mikil hátíð var fyrir leik og pylsur grillaðar fyrir leikinn. Þá hafði einn leikmaður Úlfanna gengið svo langt að segjast ætla hlaupa heim ef leikurinn tapaðist. Heimamenn komust yfir og allt benti til fyrsta sigurs Hrunamanna en Úlfarnir jöfnuðu undir lokin og hinn ónefndi leikmaður Úlfanna væntanlega andað léttar.

Hrunamenn 1 - 1 Úlfarnir
1-0 Kjartan Sigurðsson (víti 49')
1-1 Gunnar Axel Böðvarsson (86')

Mark Hrunamanna náðist á myndband og má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner