Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 29. maí 2017 13:05
Elvar Geir Magnússon
FH verður í efri styrkleikaflokki í Evrópudrættinum
Stuðningsmaður Dundalk á Kaplakrikavelli.
Stuðningsmaður Dundalk á Kaplakrikavelli.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar 19. Júní.

Þetta varð endanlega ljóst um helgina þegar Honved tryggði sér ungverska meistaratitilinn.

FH er því í sama flokki og lið á borð við Celtic, FC Kaupmannahöfn, Malmö og Rosenborg og getur því ekki mætt þeim á þessu stigi.

Meðal mótherja sem FH getur mætt eru Dundalk, TNS frá Wales, Linfield frá Belfast, Víkingur frá Færeyjum eða Mariehamn frá Finnlandi. FH-ingar féllu út gegn Dundalk í fyrra en írska liðið komst þá alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

FH gæti einnig mætt Vardar Skopje frá Makedónu eða Hoved Budapest frá Ungverjalandi.

FH-ingar eiga sér þann draum að komast í riðlakeppni í Evrópu en ljóst er að það hjálpar mikið að vera í efri styrkleikaflokki á þessu stigi.
Athugasemdir
banner
banner