Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. maí 2017 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Haraldur Björnsson handarbrotinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
MBL greinir frá því að Haraldur Björnsson mun ekki verja mark Stjörnunnar næstu vikurnar eftir að hafa handarbrotnað á æfingu í dag.

Haraldur er búinn að standa sig vel með Stjörnunni í upphafi tímabils en missir af gífurlega mikilvægum leikjum vegna meiðslanna.

Á miðvikudaginn á Stjarnan stórleik við Val í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins og á sunnudaginn er leikur gegn Íslandsmeisturum FH í deildinni.

Sveinn Sigurður Jóhannesson mun verja mark Stjörnunnar næstu vikurnar og hefur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Garðbæinga, fulla trú á varamarkverðinum.

„Það er synd að þetta gerist núna, en við treystum Svenna fullkomlega í þetta verkefni. Við erum með tvo hörkumarkmenn svo þetta hefur engin áhrif á okkur," sagði Rúnar, sem reiknar með að Haraldur verði frá keppni í 3 til 4 vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner