Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 29. maí 2017 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Harpa Þorsteins: Er aðallega búin að vera að hugsa um barnið
Harpa sneri aftur í kvöld
Harpa sneri aftur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega góð tilfinning. Auðvitað hefði ég viljað koma inná í einhverjum geggjuðum sigurleik en ég er bara þakklát fyrir mínúturnar sem ég fékk í dag. Að sama skapi er ég drullufúl yfir að hafa tapað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem kom inná sem varamaður í liði Stjörnunnar í tapleiknum gegn Þór/KA.

Hún spilaði síðustu 10 mínútur leiksins en það eru jafnframt fyrstu mínútur hennar á tímabilinu en hún er að snúa til baka eftir barneignarleyfi, þremur mánuðum eftir barnsburð.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Þór/KA

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn svolítið skrítinn. Við komumst yfir og erum í raun í góðri stöðu til að halda því bara ef við höldum í boltann en mér finnst okkur vanta aðeins upp á andlega þáttinn. Mér fannst við falla fullmikið til baka og leikmenn voru að spila undir pari.“

„Auðvitað hefði maður viljað sjá nokkrar þarna stíga upp fyrir liðið en stundum er það bara erfitt, eins og núna. Ég er nú ekki vön að vera að væla undan dómgæslunni en mér fannst hlutirnir ekki beint að falla með okkur og ég held að við höfum tekið það kannski aðeins of mikið inn á okkur.“


Mikið hefur verið rætt og skrafað um endurkomu Hörpu og við spurðum hana hvernig síðustu vikur og mánuðir hafa verið hjá henni.

„Ég er aðallega búin að vera að hugsa um barnið,“ sagði Harpa og hló. „Nei, ég er bara búin að vera að hugsa um mig. Passa mig að vera skynsöm í hlutunum undir góðri leiðsögn sjúkraþjálfara. Í rauninni að reyna að fara eins skynsamlega að þessu og ég get. Ég fór bara algjörlega með það inn í vorið,“ svaraði Harpa sem hefur getað tekið þátt í fótboltaæfingum í um 4 vikur.

En átti hún von á að fá mínútur í kvöld?

„Já og nei. Ég var komin með go á að fá mínútur en svo vissi ég alveg að þetta er ekki leikur sem að þeir eru að fara að spila mér bara til að gera mér einhvern greiða. Þeim hefur bara fundist ég vera tilbúin og ég er ánægð með það.“

„Mér leið bara vel. Ég hefði auðvitað viljað fá aðeins meiri séns nær markinu en við vorum ekki beint þar þannig að ég er bara fegin að hafa fengið mínútur,“
sagði Harpa meðal annars en hún ætlar að nýta komandi landsleikjahlé til að koma sér í enn betra fótboltaform.

„Það er náttúrulega bikarleikur á föstudaginn sem að við þurfum að hugsa fyrst og fremst um núna. Eftir það fáum við tvær vikur og ég ætla að nýta þær eins vel og ég get og og liðið líka. Þetta er fínn tímapunktur fyrir mig svosem.“
Athugasemdir
banner
banner
banner