Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. maí 2017 16:54
Elvar Geir Magnússon
Huddersfield komið í úrvalsdeildina (Staðfest)
Aaron Mooy og Daniel Williams í baráttunni í leiknum í dag.
Aaron Mooy og Daniel Williams í baráttunni í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Huddersfield 0 - 0 Reading
4-3 eftir vítaspyrnukeppni

Huddersfield tryggði sér síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik umspils Championship-deildarinnar.

Huddersfield sótti talsvert meira í úrslitaleiknum sem fram fór á Wembley leikvanginum. Langbesta færið fékk Izzy Brown, lánsmaður frá Chelsea, en þessi tvítugi strákur brenndi af gegn opnu marki við fjærstöngina.

Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma, bæði lið varkár og tóku ekki mikla áhættu. Ekkert var heldur skorað í framlengingu og úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni.

Huddersfield hefur ekki spilað í efstu deild á Englandi síðan 1972.

Auk Huddersfield fara Newcastle og Brighton upp í ensku úrvalsdeildina. Hull, Middlesbrough og Sunderland féllu niður í Championship-deildinni.

Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Yann Kermorgant skoraði fyrir Reading
1-1 Chris Löwe jafnaði fyrir Huddersfield
1-2 Daniel Williams skoraði fyrir Reading
1-2 Ali Al-Habsi varði slaka spyrnu Michael Hefele
1-3 Liam Kelly skoraði af miklu öryggi
2-3 Nahki Wells minnkað muninn
2-3 Liam Moore skaut hátt yfir markið
3-3 Aaron Mooy jafnaði fyrir Huddersfield
3-3 Danny Ward varði frá Jordan Obita
4-3 Christopher Schindler tryggði Huddersfield upp
Athugasemdir
banner
banner
banner