Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. maí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Jóhann: Skiptir miklu máli að Ana er ekki með
Ana Victoria Cate er í leikbanni í kvöld.
Ana Victoria Cate er í leikbanni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég verð fyrir vonbrigðum ef þetta veður ekki jafn leikur," segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna, um toppslaginn sem er framundan í Garðabæ í kvöld.

Topplið Þór/KA heimsækir þá Stjörnuna sem er í öðru sæti deildarinnar en leikurinn hefst klukkan 18:00.

„Bæði lið eru þokkalega sterk varnarlega og það er ekkert víst að það verði fullt af mörkum. Það er jafnteflislykt af þessu og ég spái 1-1 jafntefli. Ef það verður sigur þá hef ég ekki trú á því að það verði með meira en eins marks mun."

„Bæði lið eru með leikmenn í sínu liði sem geta breytt leikjum algjörlega upp á sitt einsdæmi. Það er Stephany Mayor hjá Þór/KA og Katrín Ásbjörns hjá Stjörnunni. Ég held að það skipti miklu máli hvernig þessir leikmenn spila."

Ana Victoria Cate fékk rauða spjaldið undir lokin í 3-1 sigri Stjörnunnar á FH í síðasta leik. Hún verður því í leikbanni í kvöld.

„Þetta rauða spjald í síðasta leik skiptir miklu máli. Ana Victoria er öflugur leikmaður. Hún hefur oft spilað vel gegn Þór/KA og oftar en ekki skorað, sama þó að hún sé að spila í bakverði. Það skiptir miklu máli að hún er ekki með," sagði Jóhann.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner