mán 29. maí 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Þór/KA með fimm stiga forystu
Stjarnan og Breiðablik töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Merkileg úrslit litu dagsins ljós í Pepsi-deild kvenna er bæði Stjarnan og Breiðablik töpuðu.

Stjarnan tapaði toppslagnum gegn Þór/KA í Garðabæ og eru Akureyringar með fullt hús stiga.

Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppnum, en Stjarnan og Breiðablik koma næst á eftir og mætast þau innbyrðis í næstu umferð.

Blikar töpuðu þá í Vestmannaeyjum þar sem heimamenn í ÍBV gerðu tvö mörk á fyrstu 25 mínútum leiksins og héldu hreinu.

Efri hlutinn í Pepsi-deild kvenna hefur sjaldan verið jafn spenanndi, en það munar aðeins fjórum stigum á Stjörnunni í 2. sæti og Val í 5. sæti.

Stjarnan 1 - 3 Þór/KA
1-0 Agla María Albertsdóttir ('3)
1-1 Sandra Mayor ('36)
1-2 Natalia Gomez ('45)
1-3 Hulda Ósk Jónsdóttir ('60)

ÍBV 2 - 0 Breiðablik
1-0 Katie Kraeutner ('10)
2-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('25)
Athugasemdir
banner
banner