mán 29. maí 2017 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Valur og FH með góða útisigra
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur og FH lögðu Hauka og Grindavík að velli í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Valsstúlkur skoruðu fjögur gegn Haukum og klúðruðu vítaspyrnu. Nú eru þær í efri hluta deildarinnar, með 12 stig eftir 5 umferðir.

FH er með jafn mörg stig og Valur eftir sigur gegn Grindavík. Leikurinn var nokkuð jafn en nýttu Hafnfirðingar færin betur.

Haukar eru á botni deildarinnar með eitt stig en Grindavík er með sex stig.

Haukar 1 - 4 Valur
0-1 Ariana Calderon ('2)
0-2 Vesna Elísa Smiljkovic ('36)
0-3 Elín Metta Jensen ('45)
0-4 Hlíf Hauksdóttir ('68)
1-4 Marjani Hing-Glover ('89)

Grindavík 1 - 3 FH
0-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('2)
1-1 Rilany Aguiar Da Silva ('36)
1-2 Guðný Árnadóttir ('50)
1-3 Megan Dunnigan ('55)
Athugasemdir
banner
banner
banner