mán 29. maí 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Rodrigo og Magnús ekki með Grindavík fyrr en í júlí
Magnús Björgvinsson.
Magnús Björgvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sex vikur eru í að Magnús Björgvinsson og Rodrigo Gomes Mateo snúi aftur í lið Grindavíkur eftir meiðsli.

Rodrigo er spænskur varnar og miðjumaður sem var öflugur þegar liðið fór upp úr Inkasso-deildinni í fyrra. Hann hefur ekkert komið við sögu í sumar.

Magnús er eldfljótur framherji en hann skoraði í fyrstu umferðinni gegn Stjörnunni. Magnús hefur verið frá keppni síðan þá og ljóst er að bæði hann og Rodrigo verða frá keppni fram í júlí.

„Við höfum verið einstaklega óheppnir með forföll síðustu tvo mánuði og núna í vikunni fengum við þær slæmu fréttir að þeir Rodrigo og Maggi Björgvins verða frá í 6 vikur vegna meiðsla," sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur í pistli á stuðningsmannasíðu liðsins á Facebook um helgina.

Grindvíkingar unnu Val 1-0 í gær og sitja í 3. sæti Pepsi-deildarinnar eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner