Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. maí 2017 12:30
Elvar Geir Magnússon
Stórar ákvarðanir teknar á stjórnarfundi Arsenal á morgun
Áhugaverður fundur framundan!
Áhugaverður fundur framundan!
Mynd: Getty Images
Stóru málin verða til umræðu á stjórnarfundi Arsenal á morgun. Meðal umræðuefna er framtíð knattspyrnustjórans Arsene Wenger og hvort rétt sé að gera breytingar á starfsliði félagsins. Vilji er fyrir því innan stjórnarinnar að ráða inn yfirmann íþróttamála.

Arsenal mistókst að komast í Meistaradeildina en luku tímabilinu á góðu nótunum með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn um liðna helgi. Stan Kroenke, eigandi Arsenal, mun væntanlega bjóða Wenger nýjan tveggja ára samning samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Wenger mun þó berjast gegn því að breytingar verði á starfsliðinu og hann er ekki hlynntur því að staða yfirmanns íþróttamála verði tekin upp. Reikna má með hitafundi og vangaveltur uppi um hvort Wenger gæti á endanum sagt skilið við félagið.

Kroenke telur að Wenger sé rétti maðurinn til að halda áfram að leiða Arsenal áfram. Frakkinn vill sjálfur vera áfram við stjórnvölinn og er það talin langlíklegasta niðurstaðan.

Wenger hefur stýrt Arsenal síðan 1996 en liðið hefur ekki verið að berjast um sigra í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni síðustu ár og margir sem telja að tími sé fyrir breytingar hjá félaginu.
Athugasemdir
banner