Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. maí 2017 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Hjörtur Logi lagði upp
Mynd: Getty Images
Malmö er komið á topp sænsku deildarinnar eftir 1-0 sigur gegn AIK. Felipe Carvalho skoraði sigurmarkið á 93. mínútu.

Haukur Heiðar Hauksson var ekki í leikmannahóp heimamanna vegna meiðsla, en AIK hafði unnið síðustu þrjá deildarleiki sína í röð.

Hjörtur Logi Valgarðsson var þá í byrjunarliði Örebro sem hafði betur gegn Sirius og kom sér þannig fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Hjörtur lagði upp sigurmarkið, en Sirius er í efri hluta deildarinnar með 16 stig eftir 11 umferðir.

Örebro 2 - 1 Sirius
1-0 K. Igboananike ('32)
2-0 J. Martensson ('57)
2-1 J. Arvidsson ('88)

AIK 0 - 1 Malmö
0-1 F. Carvalho ('93)
Athugasemdir
banner