Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 29. maí 2017 15:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Þreföld umferð í Pepsi og Inkasso
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Róbert Haraldsson.
Róbert Haraldsson.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Úr leik í Pepsi-deild karla.
Úr leik í Pepsi-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úr leik í Pepsi-deild kvenna.
Úr leik í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Það sem fékk mig til að setja þessa hugmynd á blað var að á fimmtudaginn 25.maí var einn þriðji hluti tímabilsins lokið hjá liði mín Grindavík í Pepsi deild kvenna. (reyndar er EM-kvenna ástæðan fyrir þessu þetta tímabil)

Þegar ég var að sprikla sjálfur hér fyrir mörgum, mörgum árum, þá var tímabilið rétt að byrja um þessar mundir. 14 - 18 leikir í deild og a.m.k. einn í bikar. Búið að vera útihlaup og lyftingar frá október fram að Páskum og ef vorið var gott þá voru kannski 2-3 æfingaleikir fyrir mót, yfirleitt á möl eða þeim gervigrasvöllum sem til voru þá. Enn, nú eru breyttir tímar.

Hvers vegna erum við ennþá með átta mánaða undirbúningstímabil ? Nú þegar við höfum allar þessar hallir og flotta gervigrasvelli. Ég hef rætt þessa hugmynd við leikmenn, þjálfara, stjórnarmenn ýmissa liða og allir eru sammála að þetta er ágætis hugmynd, ef það er hægt að hrinda henni í framkvæmd. Það er í mörg horn að líta, en með réttu hugarfari er hægt að leysa öll vandamál. Það þarf bara vilja og þor hjá allri hreyfingunni. Knattspyrnu umhverfið hefur breyst og við þurfum að aðlagast breyttu umhverfi og nýta tækifæri sem bjóðast. Knattspyrna er búinn að vera heilsárs íþrótt í mjög langan tíma en samt spilum við bara "alvöru" leiki á tímabilinu maí - september.

Til að byrja með væri hægt að prófa þetta fyrirkomulag í einni deild og bæta svo við deildum ef vel heppnast. Ef til vill hefði þetta áhrif á uppbyggingu nýrra halla eða valla eins og hjá Val og Stjörnunni.

Vellir: Boginn, Fífan, Reykjaneshöllin, Akraneshöllin, Kórinn, Egilshöll, KR-völlur, Samsungvöllur, Vodafonevöllur, Seltjarnarnes, Selfoss, Húsavík, Fylkisvöllur, Reyðarfjörður o.fl.
Deildir: 12 liða deildir í Pepsi karla/kvenna og í Inkasso
Fyrirkomulag: 3 umferðir. Fyrsta umferð (15.feb- 15.maí), önnur og þriðja umferð eins og fyrirkomulagið er nú. Tveggja vikna hlé milli fyrstu og annarar umferðar (leyfa grasinu að grænka og liðum að byrja að æfa á náttúrulegu grasi) Lengjubikar spilaður desember og janúar í svipuðu fyrirkomulagi og er nú.

Fjöldi leikja: Þetta gerir 198 leikir (Pepsi kk/kvk og Inkasso) í fyrstu umferð í þessum þremur deildum. 68 leikjum fleiri en Lengjubikarsleikirnir sem fóru fram hjá þessum liðum nú í vor í höllum eða gervigrasvöllum. Þessi 36 lið sem um ræðir eru örugglega að spila yfir 200 leiki samtals á tímabilinu feb - maí. Þannig að ekki vantar velli til að framkvæma hugmyndina.
*Það er hægt að spila tvær umferð um Páskana og einu umferð í miðri viku.
*Fastir leikdagar geta verið fös-lau og sun
*Sé ekkert því til fyrirstöðu að spila á föstudagskvöldum 18:30 og 21:00
*6 leikir í hverri umferð í hverri deild. Samtals 18 leikir hverja helgi. 6 á fös, 6 á lau og 6 á sun. Tveir leikir í hverri deild per dag. Þá geta leikmenn séð aðra leiki í sinni deild.
*Stærri leikirnir geta verið settir á velli þar sem áhorfendastæði eru til staðar

Þegar spilað er í höllunum eða á gervigrasi, þá er það mín skoðun að það sé ekki mikill munur hvort að liðið æfi í tiltekinni höll/gervigrasvelli eða ekki. Ef ég spila við Breiðablik í Fífunni þá finnst mér ekkert endilega að ég sé á þeirra heimavelli. Ég æfi á gervigrasi í Grindavík sem er nánast alveg eins gras og í Fífunni og fyrir mér skiptir það engu máli hvort ég spila við Breiðablik í Fífunni, Kórnum eða Reykjaneshöllinni. Einhverjum finnst þetta eflaust ósanngjarnt, en ég vil frekar alvöru leiki heldur enn æfinga- og Lengjubikars leiki allan veturinn.

Það er að sjálfsögðu margt sem mælir á móti þessu t.d. umgjörð leikjanna, veður, áhorfendastæði, landsleikjahlé, meiri kostnaður fyrir félögin o.fl. o.fl. En ef vilji er fyrir hendi, þá er hægt að komast yfir allar hindranir. Gæti t.d. KSÍ sett af stað nefnd til að skoða þessa hugmynd, kannski hafa þeir gert það án þess að ég hafi vitneskju um slíkt.

Hvers vegna stígum við ekki skrefið og fjölgum Íslandsmóts "alvöru" leikjum og reynum að hafa þetta í svipuðu formi og í öðrum löndum. Er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir leikmenn og þjálfarar vilja hafa lengra keppnistímabil, fleiri alvöru leiki. Gæti þetta haft jákvæð áhrif á að búa til enn fleiri afburða knattspyrnumenn og konur?

Vonandi verður þessi hugmynd ekki skotinn í kaf af neikvæðis röddum heldur skoðuð vel og vandlega með kostum og göllum.

Með fótboltakveðju
Róbert Haraldsson
Þjálfari m.fl.kv. Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner