Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 29. maí 2017 13:23
Magnús Már Einarsson
Yfirlýsing frá Fjölni: Kári fór langt yfir strikið
Siggi Dúla liðsstjóri íslenska landsliðsins og Stjörnunnar.
Siggi Dúla liðsstjóri íslenska landsliðsins og Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna Twitter færslu sem stuðningsmannaklúbburinn Kári birti í gær.

Þar var gert grín að holdafari Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar, en færslan var birt fyrir leik Fjölnis og Stjörnunnar.

Káramenn hafa beðið Sigga afsökunar og Fjölnismenn hafa nú gert það einnig í yfirlýsingu sinni.

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Fjölnis
Stuðningsmannaklúbburinn Kári er líflegur og skemmtilegur hópur sem styður vel við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna hjá Fjölni. Káramenn eiga það til að vera ögrandi en oftast eru þeir fyrst og fremst skemmtilegir og búa til góða stemningu á leikjum Fjölnis. Svona stuðningsfélög eiga það til að dansa á línunni en í gær fór Kári langt yfir strikið.

Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima.

Káramenn hafa beðið Sigga Dúllu afsökunar á hegðun sinni. Fyrir hönd Fjölnis vil ég biðja hann afsökunar sömuleiðis.

Forráðamenn Fjölnis munu í samvinnu við stuðningsmenn leitast við að gera umgjörðina líflega og skemmtilega og koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. Við viljum hafa jákvæða fjölskyldustemningu á öllum leikjum Fjölnis.

F.h. knattspyrnudeildar Fjölnis
Árni Hermannsson, formaður

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Fjölnis gagnrýndir fyrir færslu um Sigga Dúllu
Stuðningsmenn Fjölnis biðjast afsökunar á færslunni um Sigga Dúllu
Athugasemdir
banner
banner
banner