Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 29. júní 2013 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild: Víkingar í annað sæti eftir sigur á Ísafirði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BÍ/Bolungarvík 0 - 2 Víkingur R.
0-1 Aron Elís Þrándarson ('62)
0-2 Igor Taskovic ('66)
Rautt spjald: Osafo-Badu, BÍ/Bolungarvík ('70)

Víkingar frá Reykjavík eru komnir í annað sæti 1. deildar eftir góðan útisigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði.

Aron Elís Þrándarson og Igor Taskovic skoruðu mörk Víkinga á fjögurra mínúta kafla áður en Daniel Osafo-Badu var sendur í sturtu á 70. mínútu.

Haukar og BÍ/Bolungarvík eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar með 15 stig, en Víkingar eru einnig með 15 stig.

Grindvíkingar eru á toppi deildarinnar með 18 stig eftir tap á heimavelli gegn Selfyssingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner