,,Það er svekkelsi að tapa leiknum," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari Bí/Bolungarvíkur eftir 0-2 tap heima fyrir Víkingi Reykjavík í kvöld.
,,Við áttum ágætis fyrri hálfelik en seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður af okkar hálfu og þeir skora mark úr vítaspyrnu sem var frekar umdeilanleg. Þar af leiðandi setti leikskipulagið okkur út um þúfur og svo missum við mann útaf og þetta var of erfitt. Þeir áttu þetta bara skilið."
,,Ég þarf að horfa á þennan leik aftur og fara yfir þetta í rólegheitum þegar maður er búinn að jafna sig á svekkelsinu. Það er ábyggilega margt jákvætt."
,,Mér fannst fyrri hálfleikurnin ágætlega spilaður af okkar hálfu og við gerðum margt jákvætt þar. Vorum klaufar að skora ekki strax í upphafi, áttum skot í slá. Við vorum þéttir varnarlega en misstum dampinn í seinni hálfleik og þar við sat."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir