Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. júní 2013 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mörg lið eltast við Jorginho - Liverpool að vinna kapphlaupið
Mynd: Getty Images
Liverpool er talið vera að undirbúa tilboð í eftirsóttan samherja Emils Hallfreðssonar hjá Hellas Verona, Jorginho.

Jorginho er 21 árs skapandi miðjumaður sem er hálf-ítalskur og hálf-brasilískur og á einn U21 árs landsleik að baki með ítalska landsliðinu.

Jorginho heitir í raun Jorge Luiz Frello Filho en lætur kalla sig Jorginho. Hann er fæddur og uppalinn í Brasilíu en kom ungur til Ítalíu og hefur farið gegnum uppeldiskerfi Verona.

Milan, Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa öll verið að fylgjast með honum en Sky Sport Italia greinir frá því að Liverpool sé með forystu í kapphlaupinu og sé reiðubúið að punga út 8 milljónum punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner