Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 29. júní 2013 20:01
Fótbolti.net
Óli Þórðar: Verðum að vinna nokkur stríð áður en við förum upp
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Þetta var fínn vinnusigur og hafðist hægt og rólega þegar leið á seinni hálfleikinn," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings Reykjavíkur eftir 0-2 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag.

,,Þetta var mjög jafn leikur í fyrri hálfleik en svo eftir því sem mínúturnar liðu í seinni tókum við meira og meira yfir og kláruðum þetta nokkkuð vel."

Víkingur fékk vítaspyrnu sem fyrra mark þeirra kom úr en hana dæmdi Kristinn Jakobsson þrátt fyrir að brotið hafi virst vera tveimur metrum fyrir utan vítateig. Ólafur kvartaði undan einelti dómara í sinn garð eftir síðasta leik en telur hann að væl í fjölmiðlum hafi hjálpað honum í dag?

,,Nei ég gat ekki séð það í byrjun þegar Viktor slapp einn í gegn og markmaðurinn tók hann niður," svaraði Ólafur.

,,Við unnum bara vel fyrir þessu, ég gat ekki betur séð. Kláruðum færin okkar vel og fengum ekki á okkur mark, það var það sem við lögðum upp með."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en liðið fór í 2. sæti 1.deildarinnar í dag.

,,Þetta er bara hver slagurinn á fætur öðrum, það virðast allir geta unnið alla. Það er lykilatriðið að halda haus í þesu og halda áfram að vera góðir í því sem við erum að gera. Ef það tekst þá erum við í ágætis málum," sagði hann en ætlar hann ekki með liðið upp?

,,Það er stefnan en það kemur ekki í ljós fyrr en í september. við verðum að vinna nokkur stríð áður en það gerist."
Athugasemdir
banner
banner