banner
   mán 29. júní 2015 16:13
Elvar Geir Magnússon
Fylkir hefur mikinn áhuga á að fá Þorstein Má
Þorsteinn Már í leik gegn ÍBV.
Þorsteinn Már í leik gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Már Ragnarsson, sóknarmaður KR, er á óskalista að minnsta kosti fjögurra úrvalsdeildarliða samkvæmt heimimildum Fótbolta.net. Þá vill Víkingur Ólafsvík, sem er í öðru sæti 1. deildarinnar, fá Þorstein aftur til sín.

Fylkir hefur mikinn áhuga á Þorsteini en þetta staðfesti Ólafur Geir Magnússon sem situr í stjórn knattspyrnudeildar

„Við höfum mikinn áhuga á að fá hann. Við höfum tekið stöðuna með Þorstein og vitum að hann er laus frá KR í glugganum. Við höfum mikinn áhuga á að heyra í honum," segir Ólafur.

„Það er hugur í okkur að bæta við mannskapinn. Við höfum tekið stöðuna á Þorsteini og látið umboðsmann hans vita að við höfum áhuga á að tala við hann."

Fylkir er í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar en eins og við greindum frá fyrr í dag hefur Breiðablik einnig mikinn áhuga á Þorsteini og er talið líklegast að hann fari í Kópavoginn.

Sjá einnig:
Þorsteinn Már: Ekkert sáttur við mína stöðu
Athugasemdir
banner
banner
banner