Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 29. júní 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Guidetti reiður í viðtali eftir sigur - Hraunaði yfir Dani
Magnað myndband
Guidetti skoraði fyrsta markið í leiknum gegn Dönum.
Guidetti skoraði fyrsta markið í leiknum gegn Dönum.
Mynd: Getty Images
John Guidetti, framherji sænska U21 árs landsliðsins, fór á kostum í viðtali eftir 4-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM um helgina.

Guidetti var í skýjunum eftir sigurinn en hann lét Dani heyra það og svaraði ummælum sem þeir höfðu látið fjalla í fjölmiðlum fyrir leikinn.

„Það er kominn tími á að þeir fari heim og hætti að segja að það sé auðvelt að spila gegn okkur. Það er vandræðalegt þegar þú tapar 4-1," sagði Guidetti.

„Við erum bestir á Norðurlöndunum og erum á leið í úrslit. Við erum Svíþjóð. Aðrir geta farið heim. Við getum leyft þeim að tala en á endanum snýst þetta um úrslit og þeir hafa ekki náð góðum úrslitum," sagði Guidetti sem endaði á að syngja um sjálfan sig með liðsfélaga sínum.

Samningur Gudietti hjá Manchester City er að renna út og spennandi verður að sjá hvar hann endar en á síðasta tímabili var hann á láni hjá Celtic.

Hér að neðan má sjá viðtalið á sænsku en enskur texti fylgir með.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner