mán 29. júní 2015 14:57
Elvar Geir Magnússon
Gulli Jóns: Lít þetta mjög alvarlegum augum
Marko Andelkovic, miðjumaður ÍA.
Marko Andelkovic, miðjumaður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er allt annað en sáttur við framferði miðjumannsins Marko Andelkovic hjá ÍA í viðureign liðanna í gær.

Haukur segist hafa fengið hráka frá Serbanum í leiknum í gær eins og við greindum frá fyrr í dag.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, segir að tekið verði á þessu máli.

„Ég sá reiði Hauks, ég varð ekki vitni að atvikinu sjálfu en það hefur klárlega eitthvað gerst þarna. Ég þekki Hauk ágætlega og veit að það þarf ansi mikið til að ná honum upp á þetta plan."

„Við erum að skoða þetta innan okkar raða. Við erum ekki búnir að ræða við leikmanninn en það er ljóst að ef satt reynist þá er þetta eitthvað sem við viljum ekki frá okkar leikmönnum. Það er á hreinu. Ég lít þetta mjög alvarlegum augum," sagði Gunnlaugur sem ætlar að ræða málið við Andelkovic í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner