Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. júní 2015 20:42
Daníel Freyr Jónsson
Guus Hiddink hættur með Holland (Staðfest)
Guus Hiddink er hættur.
Guus Hiddink er hættur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guus Hiddink hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Hollands eftir einungis eitt ár við stjórnvölinn.

Hiddink tók við landsliðinu af Louis van Gaal eftir Heimsmeistaramótið í Brasilíu, en undir stjórn Hiddink hefur Holland verið langt frá sínu besta í undankeppni Evrópumótsins.

Holland er í A-riðli ásamt Ísland og hefur náð í 10 stig úr 6 leikjum. Tapaði liðið meðal annars 2-0 gegn Íslandi á Laugardalsvelli síðasta haust.

Næsti leikur Hollands er einmitt gegn Íslandi þann 3. september næstkomandi.

Danny Blind er talinn líklegastur til að taka við Hidding en það hefur ekki verið staðfest.
Athugasemdir
banner
banner