mán 29. júní 2015 11:12
Magnús Már Einarsson
Hannes vill fara til NEC: Er ákveðinn í því sem ég vil gera
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson vonast til að Sandnes Ulf samþykki tilboð í sig frá NEC Nijmegen í Hollandi.

NEC hefur lagt fram annað tilboð í Hannes eftir að fyrra tilboði félagsins var hafnað um helgina.

Hinn 31 árs gamli Hannes vonast til að Sandnes Ulf samþykki annað tilboðið en félagið er nú með það til skoðunar.

„Ég er ákveðinn í því sem ég vil gera. Ég þarf að fara vel yfir þetta með mönnum í félaginu og sjá til þess að þetta fari allt í gegn," sagði Hannes við Fótbolta.net í dag.

NEC endurheimti sæti sitt í hollensku úrvalsdeidlinni í vor eftir að hafa fengið 101 stig í B-deildinni. Hannes skoðaði aðstæður hjá félaginu á dögunum.

„Þetat er mjög flottur klúbbur í frábærri deild. Það er fullt á öllum heimaleikjum og ég get ímyndað mér að það sé mikið upplifelsi að spila þarna. Þetta væri frábært tækifæri fyrir minn fótboltaferil."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner