Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 29. júní 2015 23:51
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jóhann Birnir: Hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað úr þessu
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Jóhann Birnir Guðmundsson (til vinstri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfari Keflavíkur var vitanlega ekki sáttur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld.

Arnar Már Björgvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar strax í upphafi fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

„Við fengum á okkur markið sem skildi liðin af, ég veit ekki hvort það hafi verið rothögg. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel. Það er hræðilegt að hafa ekki tekið eitthvað út úr þessu."

Kiko Insa og Guðjón Árni Antoníuson voru ekki með í dag og Haraldur Freyr Guðmundsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

„Insa er með eitthvað í lærinu og Guðjón fékk höfuðhögg í síðasta leik. Haraldur fékk hné í lærið og var aumur, hann verður orðinn fínn í næsta leik held ég."

Jóhann var sáttur við frammistöðuna í kvöld þrátt fyrir úrslitin.

„Spilamennskan hefur verið fín upp á síðkastið en við höfum ekki verið að skila stigum en ef við höldum áfram þessari frammistöðu þá fara hlutirnir að detta fyrir okkur."

Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í sumar og var Jóhann spurður hvort yngri leikmenn myndu fá séns í staðinn fyrir leikmann eins og Hólmar.

„Ég er nú ekki sammála því að Hólmar sé ekki búinn að vera góður. Við stillum upp okkar sterkasta liði og ef strákarnir eru nógu góðir þá fá þeir að spila."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner