banner
   mán 29. júní 2015 15:50
Magnús Már Einarsson
Kári Árna: Ekki gott vinnuumhverfi hjá Rotherham
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég þurfti að komast frá Rotherham, það var alveg ljóst," sagði Kári Árnason við Fótbolta.net í dag en hann hefur samið við sænska félagið Malmö.

„Þetta er stærsti klúbbirnn í Skandinavíu núna og þeir eiga möguleika á að komast í Meistaradeildina," sagði Kári um nýja félagið.

Kári hefur verið á mála hjá Rotherham undanfarin þrjú ár og hjálpað félaginu úr D-deild upp í B-deild. Kári var þó ekki alltof ánægður hjá Rotherham.

„Ég held að ég hafi alveg gert það ljóst í fjölmiðlum að þetta var ekki gott vinnuhumverfi þar sem ég var."

Steve Evans, stjóri Rotherham, er einn skrautlegasti karakterinn í boltanum.

„Hann er sérstakur," sagði Kári sem vill ekki opna sig meira varðandi Evans. „Ég held að það sé best fyrir alla sleppa því. Sérstaklega hann," sagði Kári.

Kári segir einnig að álagið á Englandi hafi verið mikið og tekið sinn toll. „50 lekir á ári er svolítið mikið. Maður fann það svolítið í lok tímabils. Það er eðlilegt, sama hvort þú sért 16 ára eða 36 ára að það setjist þreyta í líkamann," sagði Kári sem er 32 ára gamall.

Kári spilaði með Djurgarden í Svíþjóð árið 2004 til 2006 en hann segist fara þangað á öðrum forsendum núna. „Ég var á öðrum stað á mínum ferli þá og ég mér líkaði ekkert frabærlega þar sem ég var. Það er svolítið öðruvísi núna," sagði Kári.
Athugasemdir
banner