mán 29. júní 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Manchester liðin berjast um Sergio Ramos
Powerade
Sergio Ramos.
Sergio Ramos.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal er orðaður við Arsenal.
Arturo Vidal er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Liverpool mun kaupa Nathaniel Clyne frá Southampton á 12,5 milljónir punda í dag. (Liverpool Echo)

Manchester City ætlar að berjast við Manchester United um Sergio Ramos varnarmann Real Madrid. (Mirror)

United gæti boðið aftur í Ramos eftir að Real hafnaði 28,3 milljóna punda tilboði í kappann. (Manchester Evening News)

Arturo Vidal, miðjumaður Juventus, er á leið til Arsenal. (Daily Telegraph)

West Ham er að kaupa framherjann Fabio Borini frá Liverpool á átta milljónir punda. (Sun)

Borini gæti líka farið til Aston Villa sem hluti af kaupverðinu fyrir Christian Benteke sem er á óskalista Liverpool. Rickie Lambert gæti líka farið til Villa. (Independent)

Juventus hefur áhuga á Oscar miðjumanni Chelsea. (London Evening Standard)

Chelsea er á meðal félaga sem vilja fá Arda Turan miðjumann Atletico Madrid. (Daily Mail)

Newcastle, Sunderland og Leicester eru að berjast um Stewart Downing kantmann West Ham. (Daily Express)

Bastian Schweinsteiger miðjumaður Bayern gæti farið til Manchester United ef hann fær loforð um sæti í byrjunarliðinu. (Times)

Peter Schmeichel vill að David De Gea hafni Real Madrid og verði goðsögn hjá Manchester United. (Sun)

Erik Lamela, kantmaður Tottenham, er á förum en hann er í viðræðum við Juventus. (Mirror)

Liverpool hefur boðið aftur í Asier Illaramendi miðjumann Real Madrid en 10,6 milljóna punda tilboði var hafnað á dögunum. (Daily Star)

Seamus Coleman, bakvörður Everton, er ekki til sölu en Manchester United hefur sýnt áhuga. (Liverpool Echo)

Monaco hefur sagt Tottenham að það þurfi 16 milljónir punda til að fá vinstri kantmanninn Yannick Ferreira Carrasco. (Daily Star)

Newcastle vill fá Joel Matip varnarmann Schalke en félagið hefur hætt við að reyna að fá Ron Vlaar frá Aston Villa. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner