Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Matti Villa: Alla leikmenn langar að taka næsta skref
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Heimasíða Start
„Það eina sem ég get sagt er að það er ansi spennandi að spila í svo sterkri deild og auðvitað langar öllum leikmönnum næsta skref," sagði Matthías Vilhjálmsson leikmaður Start við Fótbolta.net aðspurður út í áhuga frá Rússlandi.

Start hafnaði tilboði frá Rússlandi í Matthías fyrir helgi. Matthías segist sjálfur vera tilbúinn að fara í stærri deild ef að tækifæri gefst.

„Ég átti erfitt síðasta tímabil þar sem ég var í miklum meiðslum og lélegu formi. Þess vegna var ég staðráðinn í að sýna mitt besta í ár því mér finnst það vera svolítið núna eða aldrei að taka næsta skref þegar ég er orðinn 28 ára."

„En ég er með samning við Start og verð bara að vera fagmaður og virða hann og halda áfram að standa mig. Svo kemur hitt bara í ljós."


Matthías hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með Start í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur verið í herbúðum félagsins síðan árið 2012.

Sjá einnig:
Matti Villa: Besta mark sem ég hef skorað
Athugasemdir
banner
banner