Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 29. júní 2015 21:52
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-deildin: Stjarnan krækti í sigur í Keflavík
Arnar Már skoraði sigurmark Stjörnunar í upphafi síðari hálfleiks.
Arnar Már skoraði sigurmark Stjörnunar í upphafi síðari hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1 - 2 Stjarnan
0-1 Jeppe Hansen ('24)
1-1 Sigurbergur Elísson ('37)
1-2 Arnar Már Björgvinsson ('46)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan vann í kvöld afar mikikvægan 2-1 sigur á Keflavík á útivelli í leik sem bauð upp á litla spennu þrátt fyrir einungis eins marks mun.

Það voru Jeppe Hansen og Arnar Már Björgvinsson sem skoruðu mörk Stjörnunar. Í millitíðinni hafði Sigurbergur Elíasson jafnað metin með skallamarki eftir hornspyrnu.

Lítið gerðist í síðari hálfleik og tókst Keflvíkingum ekki að ógna að marki Stjörnunar að alvöru eftir mark Arnars.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Íslandsmeistaranna þar sem liðið hefur verið langt undir væntingum í sumar. Stjarnan hefur núna unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum.

Stjarnan hefur 15 stig og fóru upp fyrir Fylki í 6. sætið með sigrinum. Keflavík er hinsvegar áfram á botninum með einungis fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti þegar deildin er að verða hálfnuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner