banner
   mán 29. júní 2015 19:50
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-kvenna: Blikastúlkur lögðu Þór/KA
Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu mörk Breiðabliks.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu mörk Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 Þór/KA
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('20, víti)
2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('40)

Breiðablik er áfram taplaust og á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir sannfærandi 2-0 sigur á Þór/KA í kvöld.

Blikastúlkur fóru rólega af stað en komust yfir á 20 mínútu þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að brotið var á Rakeli Hönnudóttir innan teigs.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir bætti svo við öðru marki með skalla eftir fyrirgjöf Fanndísar af vinstri kantinum.

Norðanstúlkur voru nálægt því að minnka metin skömmu fyrir leikhlé þegar Ágústa Kristinsdóttir skallaði boltann í slánna. Fyrir utan það ógnuðu gestirnir lítið og var sigur Blika í raun aldrei í hættu.

Leikurinn fjaraði svo hægt og rólega út og eru Blikar nú með ótrúlega markatölu á toppnum. Hafa skorað 25 mörk og einungis fengið á sig tvö í átta leikjum. Er liðið með sjö stiga forystu á Stjörnuna í 2. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner