Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júní 2015 14:30
Magnús Már Einarsson
Petr Cech til Arsenal (Staðfest)
Cech skrifar undir með bros á vör.
Cech skrifar undir með bros á vör.
Mynd: Twitter
Arsenal hefur keypt markvörðinn Petr Cech frá Chelsea en hann skrifaði undir í dag.

Hinn 33 ára gamli Cech hefur varið mark Chelsea síðan árið 2004 en Tékkinn hefur nú gengið til liðs við Arsenal.

„Ég er mjög ánægður með að geta greint frá því að ég er búinn að skrifa undir hjá Arsenal," sagði Cech og birti myndina hér til hliðar á Twitter síðu sinni.

„Ég hélt að þetta myndi aldrei gerast en nú er kominn tími á að ég kveðji Chelsea. Ég hélt að ég myndi spila hér þar til að hanskarnir myndu fara upp á hillu en lífið er ekki alltaf eins og þú reiknar með," bætti Cech við í kveðjubréfi til stuðningsmanna Chelsea.

Cech vildi vera áfram í London og hann var ekki lengi að ákveða sig þegar Arsenal sýndi áhuga. „Ákvörðun mín lá fyrir þegar Arsene Wenger ræddi við mig um metnað félagsins og hvernig hann sér mig sem hluta af liðinu," sagði Cech einnig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner